fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Getur Össur bjargað þjóðinni úr krísunni? – 20.000 innlendir sýnatökupinnar til prófunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld er verið að kanna hvort sýnatökupinnar sem stoðtækjafyrirtækið Össur hefur á lager geti nýst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar en skortur á sýnatökupinnum er nú farinn að hamla mjög sýnatökum, þeim hefur fækkað á Veirufræðideild Landspítalans og þær hafa stöðvast í bili hjá Íslenskri erfðagreiningu.

DV hafði samband við Össur vegna málsins í dag. Kom þá í ljós að ranghermt var hjá RÚV að pinnarnir væru 100.000, þeir eru aðeins um 20.000, sem þó væri góð búbót. Ekki er komið í ljós hvort pinnarnir uppfylla kröfur sóttvarnalæknis.

Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri hjá Össur, var til svara:

„Jú það er rétt, eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær er verið að kanna hvort pinnar sem við eigum til á lager gætu hentað til sýnatöku fyrir kórónuveiruna. Ólíkt því sem kemur fram í fréttinni er ekki um 100.000 pinna að ræða heldur u.þ.b. 20.000. Hins vegar er alls óvíst hvort þessir pinnar munu uppfylla kröfur sóttvarnalæknis. DeCode er núna að prófa virkni pinnanna og við væntum svars á næstu dögum. Á meðan stillum við væntingum í hóf en það yrði að sjálfsögðu mikið ánægjuefni ef við gætum aðstoðað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast