fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Skelfilegt ástand í Frakklandi vegna COVID-19 – Sjúklingar sendir til nágrannaríkja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hafa 674 látist af völdum COVID-19 í Frakklandi. Í gær létust 112 af völdum veirunnar. Það var annan daginn í röð sem dánartalan fór yfir 100. Álagið á heilbrigðiskerfi landsins er mikið og í gær sagði Jerome Salomon, forstjóri franska landlæknisembættisins, að yfirvöld hefðu neyðst til að leita aðstoðar hjá nágrannaríkjum sínum.

Hann sagði að baráttan gegn COVID-19 snúist einnig um samstöðu og að skipuleggja sig á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi.

„Ég vil senda kærar þakkir til Lúxemborgar, Sviss og Þýskalands sem taka á næstu klukkustundum á móti sjúklingum, sem þurfa að vera í öndunarvélum, í lífshættu frá austurhluta Frakklands.“

Austurhluti landsins hefur orðið verst úti í faraldrinum.

Í gær höfðu 7.240 Frakkar verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og þar af 1.746 á gjörgæslu.

Þá hafa veikindi heilbrigðisstarfsfólks færst í vöxt og eins og víða annarsstaðar er farið að ganga verulega á birgðir af hlífðarbúnaði eins og andlitsgrímum, hönskum og handspritti.

Reuters segir að frönsk yfirvöld útiloki ekki að þurfa að grípa til forgangsröðunar á sjúklingum á borð við þá sem hefur þurft að grípa til á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“