fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Skelfilegt ástand í Frakklandi vegna COVID-19 – Sjúklingar sendir til nágrannaríkja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hafa 674 látist af völdum COVID-19 í Frakklandi. Í gær létust 112 af völdum veirunnar. Það var annan daginn í röð sem dánartalan fór yfir 100. Álagið á heilbrigðiskerfi landsins er mikið og í gær sagði Jerome Salomon, forstjóri franska landlæknisembættisins, að yfirvöld hefðu neyðst til að leita aðstoðar hjá nágrannaríkjum sínum.

Hann sagði að baráttan gegn COVID-19 snúist einnig um samstöðu og að skipuleggja sig á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi.

„Ég vil senda kærar þakkir til Lúxemborgar, Sviss og Þýskalands sem taka á næstu klukkustundum á móti sjúklingum, sem þurfa að vera í öndunarvélum, í lífshættu frá austurhluta Frakklands.“

Austurhluti landsins hefur orðið verst úti í faraldrinum.

Í gær höfðu 7.240 Frakkar verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og þar af 1.746 á gjörgæslu.

Þá hafa veikindi heilbrigðisstarfsfólks færst í vöxt og eins og víða annarsstaðar er farið að ganga verulega á birgðir af hlífðarbúnaði eins og andlitsgrímum, hönskum og handspritti.

Reuters segir að frönsk yfirvöld útiloki ekki að þurfa að grípa til forgangsröðunar á sjúklingum á borð við þá sem hefur þurft að grípa til á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu