fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

David Dobrik ældi í ruslatunnu eftir að hafa borðað sterka vængi

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 13. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan David Dobrik er nýjasti gestur Sean Evens í þættinum Hot Ones á YouTube-rásinni First We Feast.

Þættirnir eru mjög vinsælir en í þeim ræðir þáttastjórnandinn Sean Evens og gestur hans saman og borða sterka vængi.

David Dobrik er ein stærsta samfélagsmiðlastjarnan í dag. Hann er með yfir 16 milljón fylgjendur á YouTube og í fyrra fékk rásin hans samtals 2,2 milljarða áhorfa.  Hann er með yfir 11 milljón fylgjendur á Instagram og er metinn á um 950 milljónir króna.

Það er óhætt að segja að það reyndist David mjög erfitt að borða sterku vængina í þættinum. Því sterkari sem vængirnir urðu því erfiðara var að svara spurningum. Þetta endaði með því að hann ældi í ruslatunnu áður en hann yfirgaf tökustaðinn.

„Ég er svo hamingjusamur fyrir þína hönd og hversu vel þér gengur, en ég ætla aldrei að fokking koma nálægt þér aftur,“ sagði David við Sean.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.