fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025

„Hræsni að segja öðrum að léttast þegar þú ert 127 kíló“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. mars 2020 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kira Morrison, sem er 31 árs fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, segir að sér hafi liðið eins og „hræsnara“ þegar hún gaf sjúklingum heilsuráð og glímdi sjálf við offitu.

Hún hefur síðan þá farið í magaermi og misst 50 kíló.

Kira hafði glímt við offitu frá því að hún var barn. Hún segist hafa áttað sig á því að hún þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Hún ákvað að fá hjálp við að léttast og gangast undir megrunaraðgerð. Hún segir news.au sögu sína.

Kiru leið eins og hræsnara.

Leið eins og hræsnara

Þegar Kira starfaði sem hjúkrunarfræðingur hjálpaði hún fólki að verða heilbrigt. Reglulega talaði hún við sjúklinga í ofþyngd og ráðlagði þeim að léttast. Henni leið alltaf eins og hræsnara því hún var sjálf í mikilli ofþyngd.

Að sögn Kiru er hún við stjórnvöllinn í dag. Hún stjórnar því sem hún borðar og hvernig hún æfir.

„Þegar ég var hjúkrunarfræðingur var ég alltaf að segja fólki að léttast, sem er hræsni þegar þú ert 127 kíló,“ segir hún við News.au.

„Ég hataði alltaf þá staðreynd að ég var heilbrigðisstarfsmaður en gat ekki hugsað um sjálfa mig eins og ég ráðlagði öðrum að gera. Mér hefur alltaf fundist mjög erfitt að vera í ofþyngd. Þetta byrjaði þegar ég var unglingur og varð verra með hverju árinu. Þetta einangrar mann. Ég var hætt að passa í almennileg föt. Ég þurfti að klæðast því sem passaði á mig frekar en því sem mér fannst flott.“

Nú getur hún klætt sig eins og hún vill.

Fór að eigin ráðum

Kira rifjar upp þegar hún var að tala við sjúkling í ofþyngd og var að gefa honum ráð um að léttast.

„Ég var að segja honum frá hættunum sem fylgja offitu og ég bara vissi að hann var að hugsa af hverju ég færi ekki eftir eigin ráðum,“ segir hún.

„Það fylgja því svo margir kostir að léttast,“ segir hún og bætir við að nú geti hún klæðst fötum sem henni líður vel í.

„Ég get líka haldið í bæði börnin mín og hlaupið á eftir þeim.“

LKL og ræktin

Eftir að Kira var búin í aðgerðinni fylgdi hún lágkolvetnamataræði og byrjaði í ræktinni. Henni tókst að missa 50 kíló á innan við ári.

„Þetta var erfitt en gjörsamlega þess virði,“ segir hún.

Kira sagði upp starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur og vinnur nú í fegrunariðnaðinum.

Þó að hún sé búin að missa 50 kíló þá sér hún enn gamla líkama sinn stundum þegar hún lítur í spegillinn.

„Ég sé stundum 127 kílóa Kiru þegar ég horfi í spegillinn. Það tekur smá tíma að gleyma henni eftir að hafa verið hún mest alla ævi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Isak löngu búinn að samþykkja samning Liverpool

Isak löngu búinn að samþykkja samning Liverpool
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrsti leikur Gyokores er líklega á morgun – Fær að kynnast grannaslagnum

Fyrsti leikur Gyokores er líklega á morgun – Fær að kynnast grannaslagnum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefna þrjá sem Liverpool mun losa í sumar

Nefna þrjá sem Liverpool mun losa í sumar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.