fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Karl Garðarsson ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. september 2017 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Garðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sem í síðustu viku keypti DV, DV.is, Eyjuna, Pressuna, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjónvarpsstöðina ÍNN.

Karl mun bera ábyrgð á daglegum rekstri allra miðla Frjálsrar fjölmiðlunar, en stefnt er að því að efla starfsemi félagsins til muna á næstu misserum.

Hann hefur tæplega aldarfjórðungs starfsreynslu í íslenskum fjölmiðlum. Þannig var hann einn af fyrstu fréttamönnum Bylgjunnar og síðar fréttamaður og fréttastjóri Stöðvar 2 um árabil. Hann var síðan framkvæmdastjóri rekstrarsvið Norðurljósa.

Þá var Karl einn stofnenda, framkvæmdastjóri og ritstjóri Blaðsins/24 stunda, sem síðar var selt til Árvakurs hf. Hann var útgáfustjóri prentmiðla Árvakurs um tíma. Karl var alþingismaður árin 2013-2016 og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins á sama tíma.

Karl er með M.L gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Minnesota háskóla. Þá er hann með B.A gráðu í Almennri bókmenntafræði og ensku frá Háskóla Íslands, auk diplomagráðu í viðskipta og rekstrarfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu