fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Snæbjörn og Þórólfur: Græðgin sem hlífir engum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Júlían Dagsson og Snæbjörn Brynjarsson.

Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson skrifa:

Fyrir stuttu síðan gengu tveir fellibylir, Harvey og Irma yfir Bandaríkin og lögðu allt í rúst. Á Íslandi erum við það heppin að húsin okkar þola rok, en við höfum þó líka orðið fyrir barðinu á stormi. Hann heitir Græðgi.

Á Íslandi fá veltengdir barnaníðingar uppreista æru, mengun frá kísilverksmiðju veldur íbúum Reykjanesbæjar heilsutjóni og nú brjóta stjórnvöld barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og henda stúlkum sem ekkert eiga út á guð og gaddinn. Þetta er allt í boði Sjálfstæðisflokksins. Líka hinna sjálfstæðisflokkanna tveggja sem í stað þess að hugsa um fólkið í landinu eru mest uppteknir af vinum sínum þegar þau valsa um þingsalinn í hálfrar milljón króna kjólum. Erlendir fjárfestar og landkaupendur eru boðnir velkomnir til að sölsa undir sig landið, og fá síðan að laumast út með arðinn til suðurhafseyja. En þegar fólk kemur úr erfiðum aðstæðum, á flótta undan hrikalegum stríðum, og vilja svo gjarnan setjast hér að, borga skatta og hlýða lögum þá er allt gert til að losa sig við það fólk.

Það er ekki svona sem íslenska þjóðin vill hafa þetta. En svo lengi sem að hún hefur ekki leið til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum eða krefjast upplýsinga þá haga stjórnmálamenn sér svona.

Barnaníðingar fá uppreista æru án fyrirhafnar á meðan fórnarlömb þeirra sitja eftir með sárt ennið og sár á sálinni. Heilsugæslan er lögð í rúst og heilbrigðiskerfið holað að innan. Allt fyrir vinina. Meira að segja sálin fær engin grið en geð-heilbrigðiskerfið fær ekki að taka við sjúklingum og er svo undirmannað að það getur ekki sinnt þeim sjúklingum sem það tekur við.  Lífeyrisjóðirnir okkar eru tæmdir í glæfragælur sem virðast hafa verið úthugsaðar af fjárglæframönnum, við töpum sparnaði og vitleysingarnir keyra burt á sportbílum í boði íslenskra skattgreiðenda. Við sjáum líka hversu lítið eldri borgarar fá í lífeyri, það eru ekki miklir vasapeningar afgangs þegar fólk borgar hjúkrunarheimilis-tollinn. Þetta er allt gert til þess að efsta lagið í samfélaginu komist hjá því að deila. Það er fólkið með bankareikningana í Svissnesku ölpunum og aflandsfélög á suðurhafseyjum sem þau hafa aldrei heimsótt. Græðgi þessa fólks ógnar stöðugleika á Íslandi og dregur úr hagvexti. Við værum öll ríkari í sanngjarnara samfélagi, og hamingjusamari. Það hefur nefnilega sýnt sig að þegar óréttlæti ríkir í samfélaginu verða allir óhamingjusamari, en þegar jöfnuður er meiri eykst traust og ánægja.

Við verðum að átta okkur á því peningar og græðgi  gefa okkur ekkert ef við gleymum að sinna grunnstoðunum. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð eru ekki að uppfylla þær skyldur sem landsmenn eru að kalla eftir heldur viðhalda vantrausti og ranglæti. Hvað er til ráða fyrir Íslendinga? Einungis eitt. Að sýna kjark til þess að breyta stjórnarháttum hér á landi. En hvernig gerum við það?

Það þarf ekki skyndiplástra eða ódýr loforð. Við þurfum fólk sem er annt um annað fólk, ber virðingu fyrir kjósendum. Fólk sem er ekki bara að plata þegar það lofar öldruðum öllu fögru, fólk sem meinar það þegar það lofar að efla heilbrigðiskerfið. Það er ófyrirgefanlegt þegar ömmur og afar hverfa frá fyrr en ella af því lyfin eru ekki þau nýjustu og bestu. Það er ömurlegt að fólk í háskólanámi hírist í kennslustofum sem mygla. Það er óréttlátt að við sem greiðum skattana uppskerum ekki það samfélag sem við eigum skilið. Við verðum að hætta að kjósa fólkið sem ekki getur skilað okkur þessu.

Íslendingar vinna lengur og meira en aðrar norðurlandaþjóðir. Drifkraftur okkar og seigla er aðdáunarverð. Píratar vilja valdefla almenning með betra aðgengi að upplýsingum á mannamáli. En ekki bara viljum við láta fólk vita í hvað peningar þess eru að fara, við viljum að þau taki þátt í ákvörðuninni. Með nýrri stjórnarskrá gæti almenningur kallað eftir kosningum um einstaka mál, við vorum nógu skynsöm til að hafna Icesave, við getum alveg tekið ákvarðanir nýja spítala, um húsnæðismál ungs fólks og um margt, margt fleira.

Áfram Ísland!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu