fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ætti frekar vísa Sigríði úr landi en Haniye og Mary

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. september 2017 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Illugi Jökulsson rithöfundur segir að það ætti frekar að vísa Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra úr landi en Mary og Haniye. Í pistli Illuga á Stundinni segir hann að fyrirlitning í orðum Sigríðar um að það komi ekki til greina að endurskoða mál sem dúkki upp tilviljanakennt í umræðinni, sé óboðleg:

„Það ætti eiginlega að vísa Sigríði Andersen úr landi, frekar en hinum barnungu stúlkum Mary og Haniye og aðstandendum þeirra. Með hrokafullum og hryssingslegum yfirlýsingum sínum hefur Sigríður sýnt að hún hefur ekki þann félagsþroska og þá mannlegu samkennd með öðru fólki sem ætti að vera skilyrði þess að fá að fara með vald,“

segir Illugi, það hafi svo sannarlega komið til greina hjá Sigríði að hafa að engu álit dómnefndar um dómaraefnin í Landsrétt fyrr á þessu ári. Þar að auki hafi hún sjálf dúkkað upp sem ráðherra í „innanflokksmambói í Sjálfstæðisflokknum“:

Mál þessara stúlkna hafa ekki „dúkkað hérna upp tilviljanakennt“. Þau hafa komist í sviðsljósið vegna þess að þótt við getum kannski ekki veitt öllum skjól sem hingað vilja leita, þá er alveg óvenjulega grimmilegt að vísa þessum stúlkum og fólkinu þeirra burt.

Sjá einnig: Segir orð dómsmálaráðherra dapurleg: „Fólk fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi“

Illugi segir að auðvitað ætti ekki að vísa ráðherra úr landi, það hafi verið stílbragð, en hann geti hins vegar fullvissað hana um að fáir vilji hana sem ráðherra, hún ráði ekki við það:

Hún veldur Íslandi að vísu miklu meira og afdrifaríkari tjóni en bæði Haniye og Mary munu nokkru sinni gera. Samt væri of mikið af því góða að vísa henni úr landi.

En það á hiklaust að vísa þessum rudda úr ráðherrastól. Hún á ekki að fara með vald yfir öðru fólki, því hún ræður ekki við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu