fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

John Snorri grét þegar hann neyddist til að snúa til baka – Grunsemdir um að leiðangrinum á K2 hafi verið spillt vísvitandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson freistaði þess að skrá nafn sitt í sögubækur með því að komast á topp fjallsins K2 í Pakistan á vetrartíma. En leiðangurinn komst aldrei upp í næstu búðir fyrir ofan grunnbúðir. Í viðtali við Morgunblaðið segir John Snorri að það hafi valdið honum mikilli sorg að þurfa að snúa til baka. Hann og félagi hans, Tomaž Rotar, voru allan tímann tilbúnir í að klára þetta verkefni, en aðstoðarmenn þeirra, sherparnir, brugðust þeim og vildu snúa til baka af ýmsum ástæðum.

Farið er vel yfir málið í áðurnefndu viðtali Morgunblaðsins við John Snorra en Rotar birtir einnig grein um ferðina í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann því skóna að leiðangurinn hafi verið vísvitandi eyðilagður. Hann skrifar:

„Þeir atburðir sem hér er lýst vekja grunsemdir um að spillt hafi verið fyrir leiðangrinum af ásettu ráði, en hvað liggur að baki vitum við ekki. Það styður einnig við þennan grun að vegabréfsáritanir Sherpans runnu út í lok febrúar, þannig að miðað við skilyrðin sem lýst er á Baltaro og skilyrðin á Karakorum-vegi hefðum við átt að yfirgefa grunnbúðirnar að minnsta kosti tíu dögum áður (yfirleitt er gert ráð fyrir að flutningur taki 15 daga), á tíma þegar hámarkstímabilið er nýhafið.“

Rotar segir að hann og aðrir leiðangursmenn hafi verið tilbúnir í þetta verkefni og veðurskilyrði hafi verið góð. Fáránlegar „tilviljanir“ hafi átt sér stað í leiðangrinum sem ekki eigi að geta átt sér stað í svona vel undirbúnum leiðangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs