Á fréttamannafundi á föstudaginn sagði Horst Seehofer, innanríkisráðherra, að árásin í Hanau hafi verið „hryðjuverkaárás öfgahægrimanns“. Hann sagði þetta vera þriðja hryðuverkið, framið af öfgahægrimönnum, á nokkrum mánuðum og að ástæða sé til að óttast að fleiri séu yfirvofandi.
„Ógnin sem stafar af öfgahægrimönnum, gyðingahatri og kynþáttahyggju er mjög mikil í Þýskalandi.“
Sagði hann og bætti við að yfirvöld muni nú grípa til aðgerða til að auka öryggið. Lögreglumenn munu sinna gæslu á ákveðnum stöðum, til dæmis við moskur, á flugvöllum og lestarstöðvum.
Eftir að hafa skotið fólk til bana á tveimur vatnspípukaffihúsum skaut Rathjen móður sína til bana og tók síðan eigið líf. Hann skildi eftir sig 24 síðna stefnuyfirlýsingu og myndband þar sem hann lét andúð sína á fólki með tyrkneska og arabískan bakgrunn í ljós.