fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 06:00

Richard Bucci. Mynd:NBC10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fóstureyðing er morð á saklausu barni. Þetta segir Richard Bucci, sem er prestur í West Warwick í Rhode Island í Bandaríkjunum. Sterkir vindar hafa blásið um hann að undanförnu eftir að hann skrifaði lesendabréf í staðardagblað þar sem hann nafngreindi ýmsa stjórnmálamenn sem hann taldi óhæfa til að vera guðforeldra, vera viðstadda brúðkaup eða koma á nokkurn annan hátt að kirkjulegum athöfnum. Allt eru þetta stjórnmálamenn sem samþykktu ný fóstureyðingarlög ríkisins.

„Það er ekkert annað siðferðislegt málefni þar sem er hægt að bera barnaníð saman við fóstureyðingar. Barnaníð drepur engan en þetta gerir það.“

Sagði Bucci í samtali við NBC 10 þegar hann varði lesendabréf sitt. Hann bætti síðan við, án þess að styðja það nokkrum vísindalegum rökum, að fleiri börn hafi verið „drepin“ með fóstureyðingum en börn sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi.

Hann sagðist ekki telja að neinn þyrfti að undrast þessa skoðun hans þar sem kaþólska kirkjan hafi verið „verjandi lífs í rúmlega 2.000 ár“.

Ummæli hans vöktu mikla athygli og fengu mikla fjölmiðlaumfjöllun. Í kjölfarið neyddist hann til að draga aðeins í land en stóð samt fast við skoðun sína.

„Ég hefði átt að tala skýrar um að ég tel að barn sem er beitt kynferðislegri misnotkun eigi framtíð fyrir sér en fyrir ófætt barn, sem er eytt, er engin framtíð. Misnotaða barnið getur í það minnsta lifað og náð góðum árangri ef það fær viðeigandi meðferð og aðstoð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið