fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Bregðast hart við yfirvofandi brottvísun Maní: „Er einfaldlega ekki komið nóg?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eru íslensk stjórnvöld virkilega komin á þann stað að þau eru að bíða eftir að transdrengur frá Íran útskrifist frá Barna- og unglingageðdeild svo hægt sé að vísa honum úr landi?“

Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um fréttir þess efnis að til standi að vísa íranska unlingsdrengnum Maní Shahidi og fjölskyldu hans úr landi þegar drengurinn útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar sagði þetta í samtali við Vísi í dag.

Sjá einnig: Segir að Maní verði vísað úr landi eftir að hann útskrifast af spítalanum

Lögmaður fjölskyldunnar sagði að beiðni Útlendingastofnunar um að senda fjölskylduna úr landi hefði ekki verið afturkölluð, en brottflutningurinn hefði tafist vegna veikinda Maní. Til stendur að senda fjölskylduna til Portúgal þar sem hún mun væntanlega halda til í flóttamannabúðum.

Ágúst spyr hvort ekki sé komið nóg

Þessar fréttir – sem og aðrar af málefnum fjölskyldunnar – hafa vakið hörð viðbrögð. No Borders Iceland, Samtökin 78, Q – félag hinsegin stúdenta, Solaris, Réttur barna á flótta og Trans Ísland efndu til mótmæla sem fram fóru í hádeginu vegna málsins. Við sama tilefni var afhentur undirskriftarlisti frá hópi fólks til stuðnings Maní.

Ágúst Ólafur spyr hvort þetta séu stjórnvöldin sem fólk kaus sér fyrir rúmum tveimur árum.

„Það er tóm tjara að fela sig á bak við lögin hér. Því lögin gera einmitt ráð fyrir að hægt sé að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Og lögin gera einnig ráð fyrir að ávallt skuli taka ákvörðun út frá því sem er barninu fyrir bestu. Við erum að tala um transdreng frá Íran sem þurfti að leggjast inn á BUGL. Ef þetta mál er ekki talið uppfylla skilyrði laganna þá veit ég ekki hvað. Er einfaldlega ekki komið nóg?“ spyr Ágúst Ólafur.

Samflokkskona hans úr Samfylkingunni, Helga Vala Helgadóttir, tekur í svipaðan streng.

„Stjórnvöld sýna enga miskunn. Nú hefur fjölskyldu Maní verið tilkynnt um brottvísun um leið og drengurinn gengur út af barna- og unglingageðdeild. Ég fordæmi þessa meðferð á barni í brýnni neyð. Engin miskun, engin mannúð, enginn skilningur. Svei ykkur.“

Vandar Katrínu ekki kveðjurnar

Einar Steingrímsson stærðfræðingur segir einfaldlega: „Ef þið hélduð að mannvonskan væri eitthvað að láta undan síga.“ Undir þessum orðum má finna tengil á frétt Vísis. Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, vandar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ekki kveðjurnar.

„Katrín Jakobsdóttir er búin að státa sig mikið af nýjum lögum um kynrænt sjálfræði – eðlilega. En svo kemur að svona örlagastundum og þá er hún of mikil gunga til þess að hleypa mótmælendum inn til þess að afhenda undirskriftarlista frá fólkinu í landinu sem vill ekki senda trans barn, sem ekki hefur fengið að tala máli sínu eins og hann á rétt á samkvæmt alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum, út í dauðan.

Nú ætla ég bara að treysta á að heilbrigðisstarfsfólk á BUGL neiti að útskrifa hann fyrr en honum og fjölskyldu hans verði veitt dvalarleyfi.“

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í dag að Katrín hefði verið upptekin og því ekki getað tekið við undirskriftarlistanum. Þess í stað tók aðstoðarmaður hennar við honum fyrir hönd Katrínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi