fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Læknir skrifaði óhugnanlega játningu rétt áður en hann svipti sig lífi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum skoða nú hvort læknir, sem svipti sig lífi á síðasta ári, hafi falsað skráningar um bólusetningar hjá börnum.

Læknirinn, Van Koinis, skildi eftir sig bréf áður en hann svipti sig lífi. Í bréfinu sagðist hann lengi hafa verið mótfallinn bólusetningum á börnum en jafnframt sagðist hann sjá eftir gjörðum sínum hvað varðar bólusetningar.

Lögregla hefur rannsakað málið að undanförnu og leikur grunur á að Koinis hafi aðstoðað foreldra við að falsa upplýsingar um bólusetningar. Þannig hafi foreldrar leitað til hans, fengið viðurkennt að barn þeirra væri búið að fá ákveðin bóluefni þegar raunin var allt önnur. Þá leikur einnig grunur á að hann hafi ekki bólusett börn þó foreldrar hafi staðið í þeirri trú.

Í frétt Chicago Sun-Times kemur fram að yfirvöld hafi reynt að varpa ljósi á það hvaða börn fengu bóluefni og hvaða börn fengu ekki bóluefni. Það hefur reynst erfitt vegna skorts á skráningum. Hafa yfirvöld hvatt skjólstæðinga hans til að gefa sig fram svo hægt verði að varpa frekara ljósi á þetta. Í sumum tilfellum – en þó ekki öllum – er hægt að staðfesta með blóðprufu hvort viðkomandi hafi fengið bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós