fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Guðbjörn tjáir sig um kynferðisbrot gegn dóttur hans: „Sjálfstæðisflokkurinn er meinsemd í samfélaginu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. september 2017 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var í Sjálfstæðisflokknum í 30 ár. Ég er svona miðju-hægri maður og karlremba í eðli mínu, gat og get bara ekkert að því gert. Ég var mjög virkur í flokknum, var í öllum hugsanlegum ráðum og nefndum og taldist til ESB-sinna flokksins. Árið 2004, þegar Davíð Oddsson ætlaði í að keyra í gegn fjölmiðlafrumvarpið sitt, þá komu fyrstu brestirnir í sannfæringuna hjá mér. Síðan kom hrunið og þá fengu margir nóg af flokknum. Ég varð afhuga honum árið 2009,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur, yfirtollvörður, söngvari og fyrrverandi Sjálfstæðismaður.

„Sjálfstæðisflokkurinn er ótrúlega áhrifamikill í kerfinu. Hann á eiginlega lögregluna, dómstólana og 60-70% allra forstöðumanna stofnana. Þetta kerfi allt saman – ég vil ekki segja að það sé spillt – heldur að það sé dofið og gegnsýrt af karlrembu. Það er líka mikil samtrygging í því. Ég veit fyrir víst og af eigin reynslu að það er erfitt fyrir þá sem eru í kerfinu að koma fram með gagnrýni hvað þessa karlrembu-afstöðu Sjálfstæðisflokksins varðar, því kerfið hefnir sín á þeim og hótar þeim öllu illu. Hef meira sjálfur orðið fyrir slíku einelti og ofsóknum fyrir skoðanir mínar og ummæli. Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er í dag er í raun meinsemd í samfélaginu!“

Varð fyrir nauðgun 16 ára

Fyrir nokkrum árum urðu Guðbjörn og fjölskylda hans fyrir miklu áfalli er dóttur hans var nauðgað. Hún var þá aðeins 16 ára og algjörlega saklaus, ung sveitastelpa, reynslulaus í kynferðismálum. Um var að ræða lyfjanauðgun, að áliti Guðbjörns þó að byrlunin sé ósönnuð, og gerandinn piltur um tvítugt úr sama skóla. Tvær aðrar stúlkur sökuðu hann um nauðgun, en hann var ekki ákærður í þeim málum sökum skorts á sönnunargögnum. Á dóttur Guðbjörns mátti finna ýmsa áverka og ummerki um mikla grimmd og kynferðislega ónáttúru viðkomandi.

„Dóttir mín gerði nánast allt rétt í málinu. Hún fór á neyðarmóttökuna og fékk áverkavottorð og svo framvegis. Lögregla stóð sig líka vel og rannsóknin var til fyrirmyndar. Saksóknari stóð sig líka eins og hetja. Þrátt fyrir þetta var maðurinn sýknaður fyrir Héraðsdómi og aftur fyrir Hæstarétti. Þetta mál lék dóttur mína hræðilega. Hún flosnaði upp úr námi og er varla búin að jafna sig enn þann dag í dag. Engu að síður er hún smám saman að skríða saman eftir þessa skelfilegu reynslu.“

Guðbjörn vill meina að ástæðan fyrir svona dómum sé hugarfar og skapgerð dómaranna. Hann telur að flestir þeirra séu nákvæmlega sömu karlremburnar og hann var sjálfur fyrir nokkrum árum. Dómararnir bera þess merki að vera steyptir í sama mót og margir þingmenn flokksins eru og sumir þeirra embættismanna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað, þ.e. að hafa lítinn skilning á kynferðisafbrotum og afleiðingum þeirra.

„„Þegar gömul karlremba eins og ég verður fyrir svona áfalli þá opnast augu manns, en ég var áhugalaus og fáfróður um þessi mál og með gamaldags viðhorf. Ég fór að skoða aðra dóma og önnur mál. Fyrir það fyrsta er aðeins lítið hlutfall nauðgunarmála kært til lögreglu. Hlutfall þeirra sem sakfelldir eru er síðan ömurlega lágt. Þetta strandar á dómstólunum og það er því miður Sjálfstæðisflokkurinn sem skipar þangað menn í sinni eigin mynd, gamlar karlrembur af báðum kynjum. “ segir Guðbjörn.

Bergur Þór er hetja

Umræða og fréttir um uppreist æru barnaníðinga hefur ýft upp sár fjölskyldunnar vegna glæpsins sem dóttir Guðbjörns varð fyrir:
„Þegar þessi mál komu upp um uppreist æru ýfa þau upp gömul sár hjá öllum þeim sem um sárt eiga að binda í þessum málaflokki og við hljótum að spyrja okkur: Hvað er þarna að baki? Ég vil ekki hallmæla Benedikt Sveinssyni eða öðrum sem skrifað hafa undir „syndaaflausnarbréf“ til handa kynferðisafbrotamönnum. Ég vil heldur ekki segja að hér sé á ferðinni eitthvert allsherjarsamsæri, en það er einhvern veginn eins og að næstum allt kerfið standi með kynferðisbrotamönnum. Það eitt og sér hlýtur að verða til þess að þessi mál verði rannsökuð til hlítar.“

Guðbjörn hefur heillast af baráttu og dug foreldra þolenda Roberts Downey:
„Undanfarnar vikur og mánuði hef ég dáðst að hugrekki Bergs Þórs Ingólfssonar leikara og það hlýtur að vera siðferðis- og borgaraleg skylda okkar allra að styðja hann þar til að síðasta steini í þessu máli hefur verið velt við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum