fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Ungur Svíi þénaði rúmlega tvo milljarða á YouTube á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 18:00

Felix Kjellberg, öðru nafni PewDiePie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver verður niðurstaðan ef maður blandar saman áhuga ungs fólks á tölvuleikjaspili, áhuga þeirra á að fá leiðbeiningar á samfélagsmiðlum og frá áhrifavöldum? Þá færðu til dæmis PewDiePie. Hann heitir réttu nafni Felix Kjellberg og er þrítugur Svíi. Hann er sá einstaklingur sem fær flest áhorf á myndbönd sín á YouTube. Á síðasta ári fengu myndbönd hans 4,5 milljarða áhorfa.

Þetta þýðir að mati Forbes að hann hafi þénað sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna á myndböndunum sínum á YouTube. Tyle „Ninja“ Blevins þénar meira á tölvuleikjaspili og tengdum viðskiptum en fær ekki eins mörg áhorf og Kjellberg.

Það er mikill áhugi á því að fylgjast með tölvuleikjaspilurum og áhrifavöldum eins og þeim. Á síðasta ári þénuðu þeir 10 vinsælustu sem svarar til tæplega 20 milljarða íslenskra króna á þessu.

Kjellberg ólst upp í Gautaborg. Hann byrjaði að birta tölvuleikjamyndbönd á YouTube fyrir 10 árum undir nafninu PewDiePie. Þremur árum síðar hafði hann náð þeim áfanga að YouTuberásin hans var með flesta áskrifendur allra YouTuberása. Hann hefur náð að halda sér á toppnum síðan þrátt fyrir ásakanir um að hann sé gyðingahatari og hafi birt efni sem misbýður fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“