fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 22:00

Solar Orbiter er á leið til sólarinnar. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var geimfarinu „Solar Orbiter“ skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída í Bandaríkjunum. Geimfarið, sem er 1,8 tonn, á að rannsaka sólina næstu árin. Um samstarfsverkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA er að ræða.

Geimfarið kemst á braut um sólina eftir tvö ár og verður á þeirri braut í að minnsta kosti sjö ár. Vonast er til að hægt verði að afla nýrra upplýsinga um gufuhvolf sólarinnar, vinda og segulsvið. Einnig verða pólar sólarinnar ljósmyndaðir í mikilli upplausn í fyrsta sinn en það er ekki hægt að gera með sjónaukum hér á jörðu niðri.

Geimfarið fer framhjá Venus og Merkúr áður en það nær hámarkshraða sínum, 245.000 km/klst, og fer á braut um sólina í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá henni. Þegar geimfarið fer næst sólinn verður það í um 500 gráðu hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd