fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Óvænt þróun á bandarískum vinnumarkaði – Störfum fjölgaði meira en reiknað var með

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 20:30

Miami gæti farið undir sjó fyrir aldamót. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur vinnumarkaður fór betur af stað á árinu en reiknað var með. Þetta kemur fram í skýrslu Bureau of Labor Statistics sem var birt á föstudaginn. Reiknað hafði verið með að 163.000 ný störf myndu skapast að nýjum störfum í landbúnaði undanskildum.  En þegar upp var staðið urðu störfin 225.000.

Á síðasta ári urðu að meðaltali til 175.000 ný störf í hverjum mánuði og því byrjar 2020 mjög vel og ef áframhald verður á þessari jákvæðu þróun mun draga úr atvinnuleysi í landinu.

Skýrslan um stöðuna á vinnumarkaðnum er ein mikilvægasta skýrslan um stöðu bandaríska hagkerfisins hverju sinni en það er stærsta hagkerfi heimsins.

Nú hefur störfum fjölgað 112 mánuði í röð. En þrátt fyrir að niðurstöðurnar væru betri en vænst var hafði það ekki í för með sér að atvinnuleysi minnkaði því það jókst raunar úr 3,5% í 3,6%. Það er þó með því minnsta sem verið hefur síðan á sjöunda áratugnum. Ef þessi jákvæða þróun heldur áfram er reiknað með að atvinnuleysið verði komið niður í 3,25% í lok árs. Ef það gengur eftir verður það lægsta atvinnuleysi sem mælst hefur síðan á sjötta áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“