fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Vill einhver kaupa banka? – Getur ekki ríkið farið í stórar framkvæmdir án bankasölu?

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. febrúar 2020 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þess sem var til umræðu í Silfri dagsins var hugsanleg sala á Íslandsbanka. Rætt hefur verið um að salan gæti skilað fé sem myndi nýtast í uppbyggingu innviða – sem aftur gerir gagn á samdráttarskeiði þegar eru horfur á talsverðu atvinnuleysi. Þátttakendur í umræðunum voru reyndar sammála um að ríkið þyrfti að beita sér í frakmvæmdum, hvort sem bankinn yrði seldur eða ekki. Skuldastaða ríkissjóðs væru góð og lánakjör á mörkuðum hagstæð. Það mætti semsé taka lán fyrir framkvæmdum.

En svo er spurningin – hver vill kaupa banka á Íslandi? Um þetta var rætt í þættinum og það er langt í frá augljóst hvaðan kaupandinn gæti komið. Þar kemur auðvitað ýmislegt til, arðsemin, miklar breytingar sem eru að verða á bankamarkaði, og svo það að bankinn starfar í hagkerfi þar sem gjaldmiðillinn er króna.

Það hefur stundum verið talað um að æskilegur fjárfestir kynni að vera traustur banki á Norðurlöndunum, en litlar líkur virðast vera á því. Við hljótum að varast erlenda spákaupmenn sem vilja hirða verðmæti úr  bankanum en hugsa ekki um hag viðskiptavinanna. Viljum við að lífeyrissjóðirnir íslensku kaupi banka – er það traust  fjárfesting fyrir þá? Þeir  eiga altént  fyrir honum.

Aðrir sem gætu reitt fram slíkt fé er stórútgerðin – en líklega yrðu margir hikandi ef hún vildi fara að kaupa bankann. Og svo er náttúrlega hægt að endurtaka leikinn og selja bankann lukkuriddurum eins og var gert upp úr aldamótum þegar óreiðumenn náðu tökum á íslenska bankakerfinu.

Þátttakendur í umræðunum voru Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Þáttinn má sjá með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar