fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Mæður hittust til að slást eftir rifrildi á Facebook og enduðu á sjúkrahúsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ástralskar konur gátu ekki komist að samkomulagi í þrætum í mæðrahópi á Facebook. Þær ákváðu að hittast og enduðu hálfmeðvitundarlausar því til slagsmála kom þeirra á milli þar sem þær gátu bara engan veginn komist að samkomulagi.

Lögreglan í Nothern Beaches í útjaðri Sydney deildi því á Facebook síðu sinni að konurnar hefðu rifist um kórónavírusinn. Lögreglan segir að konurnar, sem eru á fertugsaldri og búa í Sydney, hafi ákveðið að hittast eftir að hafa rifist á Facebook. Fleiri meðlimir hópsins hafi ákveðið að mæta líka til þess að fylgjast með slagsmálunum.

Þær byrjuðu á því að rífast en slógust svo. Þær ýttu hvor annarri, lömdu og rifu í hár hvorrar annrrar. Það endaði með því að þær lágu í jörðinni, hálfmeðvitundarlausar, þrátt fyrir að viðstaddir hafi reynt að grípa inn í slagsmálin. Innlegg lögreglunnar vakti gríðarlega athygli í áströlskum fjölmiðlum og hefur því nú verið eytt.

Læknar töldu líkur á því að önnur kvennanna hefði hlotið heilaskaða. Hin hlaut meiðsli á öxl ásamt sárum og skurðum. Hún var einnig bólgin á handleggjum, búk og hálsi.

Ástæða þess að lögreglan eyddi innleggi sínu er sú að konurnar fengu yfir sig holskelfu hatursfullra ummæla. Samkvæmt Yahoo! News hefur önnur kvennanna kært hina fyrir ofbeldi, lögreglan rannsakar málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“