fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Eiginkonan fékk áfall: Notaði tálbeitu til að koma upp um eiginmanninn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af kvæntum karlmanni biðja um símanúmer stúlku undir lögaldri hefur vakið talsverða athygli á erlendum netmiðlum. Myndbandið var upphaflega birt á YouTube-síðunni To Catch a Cheater, en á því sést kona mannsins, Ellen að nafni, leita til vefsíðunnar vegna gruns um að eiginmaðurinn væri ekki allur þar sem hann er séður.

Ellen segir að grunur hafi vaknað þegar nágranni bankaði upp á og tjáði henni að kynferðisbrotamaður væri skráður til heimilis á heimilinu. Ellen kom af fjöllum en spurði eiginmann sinn út í málið. Segir Ellen að hann hafi tjáð henni að um smávægilegt mál hafi verið að ræða sem hafi auk þess gerst fyrir löngu. Ekki fylgir sögunni hvaða brot maðurinn á að hafa verið dæmdur fyrir.

Á myndbandinu sést maðurinn svo sitja í almenningsgarði þar sem hann gefur öndum brauð. Átján ára stúlka, tálbeita frá To Catch a Cheater, sést vinda sér upp að honum og gera sér dælt við hann. Maðurinn virðist vera var um sig, spyr hana hvort hún geri þetta oft, að gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og spyr hvort foreldrar hennar séu með henni. Í lok myndbandsins sést maðurinn svo biðja um símanúmer stúlkunnar, en stúlkan tekur fram í myndbandinu að hún sé sextán ára.

Í lok myndbandsins virðist maðurinn svo átta sig á því að um tálbeitu sé að ræða því hann kemur auga á upptökubúnað sem stúlkan var með á sér. Hvað sem því líður var eiginkona mannsins, Ellen, í áfalli og mjög brugðið. Í myndbandinu er svo tekið fram að hjónin séu enn gift og séu nú í hjónabandsráðgjöf. Í frétt Mail Online kemur fram að miðlinum hafi ekki tekist að sannreyna að maðurinn sé í raun dæmdur kynferðisbrotamaður.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“

Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Adam sagði Halldóri Árna að halda kjafti – Rekinn af velli fyrir það

Adam sagði Halldóri Árna að halda kjafti – Rekinn af velli fyrir það
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan

Unnustan trompast og les yfir fólki – Segir ástmann sinn bæði góðan í rúminu og moldríkan