fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Taugaveiklaður bílstjóri kom upp um sig – Farmurinn metinn á hálfan milljarð

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Arizona í Bandaríkjunum stöðvuðu för ökumanns á dögunum. Ökumaðurinn var ekki stöðvaður af neinni sérstakri ástæðu heldur var um að ræða reglubundna athugun lögreglu á ástandi ökumanna.

Í frétt ABC kemur fram að lögreglumenn hafi grunað að ökumaðurinn hefði eitthvað að fela þegar hann forðaðist augnsamband við lögreglumanninn sem ræddi við hann. Þá virtist ökumaðurinn óvenjulega taugaveiklaður, eins og hann hefði eitthvað að fela.

Lögreglumenn fengu leyfi til að leita í bílnum og þá kom í ljós að ökumaðurinn hafði sannarlega eitthvað að fela. Í bílnum fundust nefnilega fíkniefni sem metin eru á 3,7 milljónir dollara, rúmar 460 milljónir króna.

Meðal þess sem lögregla lagði hald á voru fleiri kíló af metamfetamíni, kókaíni, MDMA og THC.

Ökumaðurinn er þrítugur og heitir Logan Lewis Pederson. Hann er nú í haldi lögreglu og á væntanlega þungan dóm yfir höfði sér. Rannsókn á því hvaðan efnin komu og hvert þau voru að fara stendur enn yfir hjá lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld