fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

102 ára og er að fara á eftirlaun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 07:02

Bob Vollmer. Mynd:Indiana Department of Natural Resources

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega sex áratugi hefur Bob Vollmer starfað sem landmælingamaður hjá Indiana Department of Natural Resources. En nú telur hann að tími sé kominn til að setjast í helgan stein og fer á eftirlaun í næsta mánuði 102 ára að aldri! Það þarf varla að taka fram að hann er elsti starfsmaður ríkisins.

NBC skýrir frá þessu. Bob barðist í síðari heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni fór hann í Purdeu háskólann og lauk námi 1952 sem líftæknir. Hann var ráðinn til ríkisins 1962 og hefur starfað þar síðan við gagnaöflun og við að teikna upp landamerki á jörðum í ríkiseigu. En nú segir Bob að líkaminn sé farinn að þreytast og því kominn tími til að fara á eftirlaun.

„Ég held að líkaminn segi okkur þegar það er kominn tími til að stoppa. Læknarnir segja mér að ein af ástæðunum fyrir að ég er enn að vinna sé að ég er með góð lungu.“

Segir Bob ætlar að vinna sinn síðasta dag þann 6. febrúar næstkomandi. Hann hefur í hyggju að lesa mikið þegar hann er farinn á eftirlaun og sinna rekstrinum á bóndabýli sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju