fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Skúli reynir að losna við Svein Andra sem skiptastjóra WOW air – Málið komið á dagskrá héraðdóms

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, gegn Sveini Andra Sveinssyni lögmanni, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag. Í dagskrá dómstólsins er viðburðurinn skráður sem „annað“. Mun vera um að ræða formlegan fund málsaðila og dómara.

Hvorki Skúli né Sveinn Andri vildu tjá sig um málið við DV en Skúli er sagður byggja kröfu sína á því að Sveinn Andri hafi veitt rangar og villandi upplýsingar um mikilvæg mál tengd þrotabúinu, bæði í fjölmiðlum og á skiptafundum. Segir Skúli að með þessu hafi Sveinn Andri rýrt verulega það traust sem þarf að ríkja til hans sem skiptastjóra. Skúli vísar að sögn meðal annars til frétta Fréttablaðsins um kaup bandarísku kaupsýslukonunnar Ballarin á eignum þrotabúsins. Í tengslum við þær var haft eftir Sveini Andra að Ballarin hefði nú þegar greitt kaupverðið.

Skúli segir einnig að Sveinn Andri hafi einnig sýnt af sér vanrækslu við upplýsingagjöf um skiptakostnað og þóknanir og að hann hafi tekið sér þóknun úr þrotabúinu án þess að hafa heimild til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi