fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

100 ár frá fæðingu meistara Fellini – töfrandi veröld blandin neðanbeltishúmor

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 00:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru liðin 100 ár frá fæðingu ítalska kvikmyndaleikstjórans Federicos Fellini. Hann fæddist í strandbænum Rimini – sem kemur oft fyrir í verkum hans – dó í Róm 1993 og var þá einn helsti höfundur hinnar listrænu evrópsku kvikmyndagerðar sem var á sinn hátt að líða undir lok.

Því Fellini var alltaf höfundur – það sem kallast auteur – kvikmyndir hans báru alltaf sterkt svipbragð hans, spegluðu minningar hans, hugdettur og fantasíur – heiminn þar sem hann bjó – það var veröld sem markaðist af kaþólsku kirkjunni, ítölskum glundroða, bældu hvatalífi sem stundum gusaðist upp á yfirborðið, samlíðan með snauðu fólki og þeim svo voru utanveltu sem var eitt einkenni ný-raunsæisins ítalska þar sem Fellini hóf feril sinn. Þarna voru minningar þessa forna lands – fasisminn sem var við lýði þegar Fellini óx upp og svo allt aftur í Rómarveldi sem hann gerði skil í Satyricon.

Myndir Fellinis skemmta manni, gefa manni gæsahúð, geta verið yfirþyrmandi, innilega tilfinninganæmar – og svo allt í einu dottið yfir í groddalegan neðanbeltishúmor. Þetta er furðuleg og seiðmögnuð blanda – svona verður ekki endurtekið aftur, enda viðhorfið til kvikmyndanna annað. Þannig er æviverk Fellinis samsamað persónu hans – líkt og á við um Ingmar Bergman sem var þó allt öðruvísi kvikmyndahöfundur.

Fellini fékk stórar hugmyndir, sá stórar sýnir, og það var ekki alltaf auðvelt að framkvæma þær. Thor Vilhjálmsson varð einna fyrstur manna til að kynna Fellini fyrir Íslendingum, skrifaði um hann grein í menningartímaritið Birting 1956. Þá var Fellini búinn að gera meistaraverkið La Strada en átti samt í vandræðum með að fjármagna næstu mynd sína. Thor tók viðtal við meistarann, hér er lítið brot úr því.

 

 

Eins og áður segir hóf Fellini feril sinn á tíma nýraunsæisins – ég held megi fullyrða að aldrei hafi húmanismi í kvikmyndagerð risið hærra en í þeirri stefnu. Hann skrifaði handrit að Róm – opin borg eftir Roberto Rosselinin árið 1945. Svo komu myndir hans sjálfs. La Strada, I Vitelloni, Le Notte di Cabiria, La Dolce Vita, 8 1/2, Satyricon, Roma, Amarcord, Casanova, E la Nave Va. Kona hans Giulietta Masina lék í mörgum myndana, Marcello Mastroianni var nánast eins og annað egó höfundarins – en náttúrlega ótrúlega fagur og dapur til augnanna – en Nino Rota samdi ódauðlega tónlist við myndirnar.

20. janúar voru liðin hundrað ár frá fæðingu Fellinis. Þetta myndskeið inniheldur brot úr mörgum mynda hans með tónlist Rota. Sjálfur segi ég eins og er – fáum kvikmyndaleikstjórum ann ég eins og Fellini og ég get alltaf horfið aftur til myndanna hans, þær eru kunnuglegur heimur, fullur af ævintýrum, skringilegheitum, núorðið blandið þátíðarþrá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur