fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Nýjar óhugnanlegar upplýsingar um Philip Manshaus – Drap systur sína til að „vernda“ foreldrana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 07:01

Philip Manshaus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa átt mörg samtöl við Philip Manshaus og gert á honum próf, hafa réttarsálfræðingar skrifað skýrslu um Norðmanninn, sem er grunaður um hryðjuverk. Skýrslan inniheldur nýjar og óhugnanlegar upplýsingar.

Sálfræðingarnir halda því fram að það sé mikil hætta á því að hinn 22 ára gamli Manshaus muni fremja fleiri ofbeldisverk í framtíðinni. Ástæða þess að þeir telja þetta eru hugmyndir sem hann viðraði í samtölum sínum við þá. VG skýrir frá þessu, en blaðið hefur komist yfir skýrsluna sem skilað var stuttu fyrir jól.

Philip Manshaus vakti óhug í Norgegi og um allan heim, þegar hann, vopnaður og íklæddur vesti, hjálmi og með myndavél, kom í al-Noor moskuna í Bærum, sem er bær í nágrenni Olsó, og byrjaði að skjóta. Hann var yfirbugaður af tveimur mönnum í moskunni áður en nokkur meiddist alverlega.

Stuttu síðar kom í ljós að hann hafði, tveimur tímum fyrir árásina á moskuna, myrt stjúpsystur sína, hina 17 ára gömlu Johanne Zhangjia Ihle-Hansen. Norska lögreglan lýsir morðinu sem aftöku.

Philip Manshaus útskýrði fyrir réttarsálfræðingunum hvers vegna hann hefði myrt hana og sýndi engin merki um iðrun. „Það var gott að komast í gang,“ sagði Manshaus þegar hann var spurður hvað hann hefði hugsað þegar hann skaut stjúpsystur sína. Ástæða þess að hann sagði þetta er sú að Philip Manshaus er viss um  það að kynþáttastríð sé yfirvofandi. Hann er viss um það að þegar það byrjar hefðu faðir Manshaus og stjúpmóðir verið í mikilli hættu, vegna þess að stjúpsystir hans var af asísku bergi brotin.

Á síðasta ári sínu í grunnskóla varð Philip Manshaus meira og meira upptekinn af hatri gegn öllum öðrum kynþáttum en hinum hvíta. Hann lýsti Þriðja ríki Hitlers sem hinu fullkomna samfélagi. Foreldrar Manshaus urðu vör við breytingar á honum, en þau bjuggust ekki við að hann myndi nokkurn tíma beita ofbeldi.

Hinn 22 ára gamli Norðmaður útskýrði fyrir lögreglunni að hann hefði fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem myrti 51 og særði 49 í skotárás á mosku í bænum Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars á síðasta ári. Líkt og landi Manshaus, Anders Breivik, hafði Tarrant sent frá sér stefnuyfirlýsingu áður en hann framkvæmdi hryðjuverkið. Þegar Philip Manshaus las yfirlýsinguna fannst honum hann vera útvalinn.

Réttarsálfræðingarnir hafa gert mörg próf á Manshaus, þau hafa leitt í ljós að hann er meðalgreindur en áhrifagjarn. Þeir segja einnig að það sé í augnablikinu ekkert sem bendi til annars en að hann hafi verið heill á geði þegar hann myrti stjúpsystur sína og réðist inn í moskuna. Lögreglan telur að Phann hafi verið einn að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum