fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Vaxandi þrýstingur á afnám ótakmarkaðs hámarkshraða á þýskum hraðbrautum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 21:00

Austurrísk hraðbraut. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hefur ótakmarkaður hámarkshraði á þýskum hraðbrautum verið einhverskonar tákn frelsis. Ótakmarkaður hámarkshraði er í gildi á um 70% hraðbrautanna en á 30% er hámarkshraði. Hraðbrautakerfi landsins er eitt það besta í heimi en það nær yfir 12.500 km og er það þriðja lengsta í heimi. Það bandaríska er rúmlega 75.000 km og það kínverska um 45.000 km.

Þýskir stjórnmálamenn, opinberar stofnanir og samtök umhverfissinna þrýsta nú á að 130 km/klst hámarkshraði verði settur á allar hraðbrautir landsins. Þetta fer illa í marga Þjóðverja því í þýsku þjóðarsálinni fyllir það mikið að þeir megi keyra eins hratt og þeir vilja þrátt fyrir að fáir nýti sér möguleikann.

Í haust var málið tekið fyrir á sambandsþinginu og voru umræðurnar heitar. 498 þingmen voru á móti því að setja 130 km/klst hámarkshraða á hraðbrautirnar en 126 voru því fylgjandi. En umræðan hefur síður en svo sofnað eftir atkvæðagreiðsluna.

Tímaritið Autobild fjallaði nýlega um málið og mismunandi rök fyrir og á móti hámarkshraða. Hvað varðar umferðaröryggi eru skoðanir skiptar. Samkvæmt tölfræðinni verða flest slys á þýskum hraðbrautum vegna hraða en ekki liggur fyrir hversu hátt hlutfall þeirra verður þegar ekið er hraðar en 130 km/klst. ADAC, samtök þýskra bifreiðaeigenda, telja að ekki verði fleiri slys í Þýskalandi en þeim löndum sem landið ber sig yfirleitt saman við. Samtökin segja að veiki punkturinn í umferðaröryggi sé á þjóðvegum landsins þar sem flest banaslys verði.

Sérfræðingar eru ekki á einu máli um hvort það hraðatakmarknir muni bæta umferðarflæði eða gera það verra. Sá hluti málsins snýst fyrst og fremst um hversu margir bílar eru á vegunum hverju sinni.

Andstæðingar hraðatakmarkana benda á að þeir komist fyrr á áfangastað ef enginn hámarkshraði er. Þýsk rannsókn frá 2004 sýndi þó að með ótakmörkuðum hámarkshraða sparist aðeins 5 til 7 mínútur á hverja 100 km.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Í gær

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu