Kristín Jóhannesdóttir, lögmaður, er meðal umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra. Fréttablaðið greinir frá.
Kristín var framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi, sat í stjórn Baugs og hefur lengi starfað sem lögfræðingur, en hún er systir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fjárfestis.
Umsóknarfrestur rann út á föstudag en ekki hefur verið gefið út hverjir sóttu um, en vitað er að Páll Winkel, fangelsismálastjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hafa öll sótt um.
UPPFÆRT
Grímur Grímsson, núverandi tengslafulltrúi Íslands hjá Europol og fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins, er einnig meðal umsækjenda, samkvæmt Fréttablaðinu:
„Ég er svolítið að láta reyna á ákvæði en ég er ekki lögfræðingur. Það er ákvæði þarna um hæfi sem ég vil láta reyna á. En ég hef ekki fengið nein svör enn þá um hvort það stendur.“
Settur ríkislögreglustjóri er Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, eftir að Haraldur Johannessen gerði starfslokasamning undir lok síðasta árs, eftir 22 ár í embætti. Kjartan hefur sagst ekki ætla að sækja um starfið.