fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

TH Investments gjaldþrota

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. janúar 2020 22:00

Skjáskot úr umfjöllun DV árið 2011

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TH Investments ehf. var úrskurðað gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 11. desember síðastliðinn.

Félagið var nokkuð til umfjöllunar hjá DV árið 2011. Að baki félaginu stóðu bræðurnir Friðjón og Haraldur Þórðarsynir sem voru um skeið grunaðir um auðgunarbrot tengd gjaldeyrisviðskiptum. Félagið hagnaðist umtalsvert á tveimur mánuðum á árinu 2008, eða um 250 milljónir króna, og var talið að hagnaðurinn tengdist gjaldeyrisviðskiptum. Til samanburðar hagnaðist félagið aðeins um 45 milljónir allt árið 2009. Friðjón er fyrrverandi starfsmaður Landsbankans og starfaði einnig hjá fyrirtækinu Virðingu, en var rekinn þaðan arið 2008 vegna gruns um markaðsmisnotkun, peningaþvætti og auðgunarbrot. Friðjón var svo ráðinn til Gamma árið 2017.

Haraldur var forstöðumaður fjárstýringar Exista sem annaðist gjaldeyrisjöfnuð. Í dag er hann forstjóri Fossa markaða hf.

Lögmaður Friðjóns sagði í kjölfar umfjöllunar DV árið 2011 að líklega yrði farið fram á skaðabætur vegna málsins. Engum sögum fer þó af því að til slíkra bóta hafi komið.

„DV gekk mjög langt fram í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli,“ sagði Haraldur á þeim tíma í samtali við Fréttablaðið.

Engin starfsemi virðist hafa átt sér stað hjá TH Investments undanfarin ár. Ársreikningi var síðast skilað árið 2014 og hafði félagið þá verið rekið með tapi síðan árið 2009.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“