fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bað móður sína um fyrirgefningu áður en hann var skotinn til bana

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Said Aalla, átján ára piltur, bað móður sína um fyrirgefningu áður en hann var skotinn til bana í bænum Cambrils, skammt frá Barcelona, á fimmtudagskvöld. Aalla er talinn hafa tilheyrt neti öfgafullra einstaklinga sem lögðu á ráðin um hryðjuverkaárásir í Barcelona og nágrenni.

Fyrr þennan sama dag ók Younes Abouyaaqoub á fjölda fólks á Römblunni, helstu göngugötu Barcelona, með þeim afleiðingum að þrettán létust og tugir slösuðust, margir alvarlega.

Spænska blaðið El Mundo greinir frá því að Aalla hafi skrifað bréf til móður sinnar sem hann skildi eftir á náttborði sínu áður en árásin var framin. Aalla var sem fyrr segir í hópi manna sem skotnir voru til bana eftir að bifreið var ekið á gangandi vegfarendur í Cambrils, nokkrum klukkutímum eftir ódæðisverkin á Römblunni.

Að sögn El Mundo þakkaði Aalla foreldrum sínum fyrir allt sem þeir höfðu gefið honum og bað auk þess um fyrirgefningu vegna þess sársauka sem hann myndi valda með gjörðum sínum.

Innanríkisráðherra Spánar, Joaquim Form, hefur staðfest að Younes sé maðurinn sem ók bifreiðinni niður Römbluna. Hann flúði á hlaupum og er talinn hafa gengið upp að háskólasvæði borgarinnar, en gangan tók um einn og hálfan tíma. Þar er hann talinn hafa stungið 34 ára karlmann, Pau Perez, til bana áður en hann tók bifreið hans af gerðinni Ford Focus. Greint var frá því fyrr í dag að Younes hafi verið skotinn til bana.

Spænska blaðið La Vanguardia segir að Pau hafi nýlega flutt inn í nýja íbúð með kærustu sinni. Skömmu áður en hann var stunginn til bana hafði hann hringt í aðstandendur sína og látið þá vita að hann væri heill heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum