fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Jón Jónsson stýrir nýjum skemmtiþáttum á RÚV á laugardagskvöldum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson mun stýra nýjum skemmtiþætti á laugardagskvöldum á RÚV í vetur. Þátturinn heitir Fjörskyldan en þar munu fjölskyldur og vinir þeirra etja kappi við hver aðra í þrauta- og spurningakeppni.

Þetta kemur fram á RÚV.is.

„Tilgangurinn með svona þætti er að fá alla fjölskylduna saman fyrir framan sjónvarpið, til að horfa, gleðjast og tala saman. Jafnvel þannig að það sé eitthvað sem hægt er að spreyta sig á heima,“ segir Jón á vef RÚV en þar kemur fram að keppnin reyni á hugvit, snerpu, húmor og skemmtilegheit.

Alls munu átta lið taka þátt í keppninni og verður auglýst eftir umsóknum frá fjölskyldum um allt land á næstunni. Tvær fjölskyldur, skipaðar fjórum einstaklingum, tólf ára og eldri, keppa í hverjum þætti og komast áfram í næstu umferð. Sigurvegarinn verður svo krýndur í desember.

Fyrsti þátturinn fer í loftið í lok októbermánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni