Salka Sól Eyfeld, útvarpskona og söngkona í hljómsveitinni Amabadama, tilkynnti um trúlofun sína og rapparans Arnars Freys Frostasonar úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hamingjuóskunum rignir nú inn á Facebook síðu Sölku.
Í Twitter færslu segir Salka að Arnar hafi beðið hennar. „Þessi spurði hvort ég vildi verða eiginkonan hans og ég sagði „hell yeah bruh““.
Turtildúfurnar kynntust á tónleikum fyrir tveimur árum síðan. Í viðtali við Vísi fyrr í sumar sagði Arnar að Salka hefði breytt honum mikið. Hann hafi verið lokaður og nokkuð þungur í skapi. Lífsgleðin og lætin í Sölku hafi smitast í hann.