fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Þeim er breytt í það sem þau hafa alltaf viljað vera

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. ágúst 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vice framkvæmdi skemmtilegt verkefni á dögunum. Fjölmiðillinn spurði ókunnugt fólk á netinu um hvað eða hvernig þau alltaf viljað vera. Vice sagði svo fólkinu að koma til þeirra svo þau gætu breytt þeim í það sem þau vildu vera, hvort sem það valdi að vera gothari, „juggalo“ eða mennsk dúkka. Útkoman er stórskemmtileg og ástæðurnar fyrir valinu áhugaverðar. Sjáðu hér fyrir neðan bæði fyrir og eftir myndirnar af fólkinu og hvað þau höfðu að segja um útlitið.

„Ég heiti Elouise, ég er 22 ára og er að fá húðflúr yfir allan líkamann. Ég er að gera þetta því ég hef alltaf viljað vera með mikið af húðflúrum en einu sinni þegar ég var yngri fékk ég mér húðflúr af Buddha aftan á hálsinn og það lítur út fyrir að vera kúkur. Þannig ég ákvað að fá mér ekki annað flúr eftir það.“

 

„Ég heiti Ken. Ég vill vera Star Trek aðdáandi því ég er virkilega klikkaður gaur og er mjög hrifinn af Star Trek, og ég vill bara að allir vita að ég elska Star Trek og er klikkaður!“

 

„Ég heiti Faye. Ég er 30 ára og bý í London. Ég vill láta breyta mér í alvarlega viðskiptakonu. Ég vill gera þetta því mér finnst eins og að núna er ég þrítug og þarf að fara að klæða mig í takt við það.“

 

„Ég heiti Melanie og er 32 ára. Ég er að láta breyta mér úr konu í karlmann. Ég er að gera þetta því mér finnst karlmenn standa fyrir valdi og styrk. Mig langar að konum líður líka eins og þær séu valdamiklar og sterkar, sem er ástæðan fyrir því að ég ætla að vera karlmaður í einn dag.“

 

„Ég heiti Iris og er 27 ára. Ég er að láta breyta mér í mennska dúkku. Ég vildi alltaf vera dúkka þegar ég var yngri. Ég vildi búa í stóru bleiku dúkkuhúsi og klæða mig eins og dúkka, þannig ég er hérna til að láta drauminn rætast!“

 

„Ég heiti Tom, ég er 22 ára og er frá Brighton. Í dag er verið að breyta mér í „juggalo.“ Ástæðan fyrir því er að mér finnst þeir virka frekar skrýtnir og ég fýla skrýtin, öðruvísi andlit. Mér finnst einnig tónlistin tengd þeim frekar kúl.“

 

„Ég heiti Tabitha, ég er 29 ára og bý í London. Í dag er ég dragdrottning því mér hefur alltaf líkað vel við hluti sem eru aðeins „over the top.“ Ég er enn að ákveða dragdrottningarnafnið mitt þannig ég verð að láta ykkur vita seinna.“

 

„Ég heiti Jon, 28 ára frá Croydon. Í dag er verið að breyta mér í poppstjörnu. Ástæðan fyrir því er að ég er með háskólagráðu í popptónlist og mig langar að verða fræg poppstjarna.“

 

„Hæ, ég er Helen og í dag er verið að gera mig „goth.“ Ég er að gera þetta því mig hefur alltaf langað að vera uppreisnarseggur og vita hvernig það er að líta öðruvísi út á almannafæri. Gotharar eru venjulegt fólk líka. Ég vildi einnig vera með rosalega dramatíska augnförðun í einn dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.