fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sonur Bryndísar slasaðist alvarlega í klakakasti – Hún er með mikilvæg skilaboð til foreldra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2019 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru foreldrar. Það virðist vera mikið sport hjá börnum að stunda klakakast, sonur minn fékk einn í augað og slasaðist alvarlega. Ég vil hvetja alla foreldra og forráðamenn að fræða börn sín um hættu þess að vera að kasta klökum í fólk!“ skrifaði Bryndís Ásmundsdóttir á Fésbókarsíðuna sína fyrir um sólarhring og birti myndir af sjö ára gömlum syni sínum sem var með plástur fyrir hægra auga.

Hér er augljóslega um stórhættulegan leik þegar snjórinn er orðinn grjótharður í frostinu. Sonur Bryndísar hefði hæglega getað misst sjón á auganu sem sem betur fór gerðist það ekki. Bryndís ræddi við DV eftir að sonur hennar hafði farið í gegnum tvær skoðanir og orðið ljóst að hann er á batavegi og mun ná sér að fullu:

„Þetta lítur vel út og við vorum ótrúlega heppin. Þetta gerðist á skólatíma, í frímínútum, og svona er með öllu bannað þar. Rétt eins og ég benti foreldrum á þá er mikilvægt að þau ræði við börn sín um þetta. Þegar ég var krakki sjálf þá skoðaði maður snjóboltann og ef það var steinn í honum þá kastaði maður ekki, það var sjálfgefið,“ segir Bryndís sem álítur að svona hörð klakastykki séu síst hættuminni en grjót.

„Það er ljóst að hann mun ná sér að fullu og hann missir enga sjón. Núna erum við bara í ró um helgina og búið að setja smyrsl í augað. Ég er líka mjög ánægð með skólann, þau brugðust hratt við og vel við, allir foreldrar fengu strax tilkynningu frá skólastjóra um atvikið.“

„Þetta er í höndum okkar foreldranna“

Fyrir utan hvað það er mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að sýna varúð og leika sér ekki með þessum hætti þá telur Bryndís ekki síður vera mikilvægt hvernig við kennum börnum að bregðast við óhöppum sem þessu.

„Það er í höndum okkar foreldranna að útskýra fyrir börnunum hvernig maður snýr sér í því að axla ábyrgð eftir svona atvik. Það er gífurlega mikilvægt að festast ekki í reiði. Hann fékk bréf frá jólasveininum þar sem jólasveininn segir honum að þetta hafi verið slys og að drengirnir ætluðu sér alls ekki að meiða hann. Það skiptir máli að hann hugsi vel til þeirra, það finnst mér líka mjög áríðandi.“

Bryndís bendir á að ef börn heyra á heimilum sínum að foreldrar bregðist við í reiði og segi eitthvað óábyrgt þá læri börnin slíkan hugsunarhátt. „Við megum ekki gefa okkur að einhver sé illa uppalinn af því hann gerist sekur um svona fljótfærni. Jólasveinninn sagði í bréfinu að það væri mikilvægt að hann fyrirgæfi strákunum.“

Bryndís segir að það sé líka svo mikilvægt að sá sem lendi í svona óhappi sem gerandi og gerist sekur um svona lagað geti stigið fram og beðist afsökunar. „Það er mikilvægt að börn geti tjáð sig eftir svona atvik og það er í höndum okkar foreldranna að skapa jarðveginn fyrir það.“

Sem fyrr segir er sonur Bryndísar núna hinn hressasti. Hann hafði helst áhyggjur af því að drengirnir sem tóku þátt í klakakastinu fengju kannski kartöflu í skóinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum