fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Samherji segist ekki hafa vitað um mútugreiðslur til dómsmálaráðherra Namibíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í nóvember kom fram að Katla Seafood, nú Mermaria Seafood, hefði greitt 16,5 milljónir til félagsins ERF 1980 í gegnum leigusamning og hafi þetta verið mútugreiðslur. Peningarnir sem fóru til ERF 1980 fóru í vasa Jems Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor, og Sacky Shanghala, fyrrum dómsmálaráðherra Namibíu. Samherji segist ekki hafa vitað af þessum greiðslum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ingólfi Péturssyni, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja í Namibíu, að hann hafi aldrei skýrt stjórnendum Samherja á Íslandi frá greiðslum til Sacky Shanghala. Ingólfur segir ólíklegt að stjórnendur Samherja hér á landi hafi vitað um tilvist ERF 1980.

Shanghala og Hatukulipi voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember vegna málsins.

Enginn þeirra starfsmanna Samherja, sem Fréttablaðið ræddi við, vildi koma fram undir nafni í tengslum við umfjöllun um mútugreiðslur í gegnum félagið ERF 1980. Blaðið segir að það sé vegna fyrirmæla norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sem rannsakar málið nú fyrir hönd Samherja.

Í bréfi sem fyrirtækið sendi Fréttablaðinu segir að þessar greiðslur hafi alfarið verið á vegum Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara og fyrrverandi stjórnanda Namibíufélaga Samherja. Með bréfinu fylgdu tölvupóstar frá 2015 en þá er ekki að finna í gagnabanka WikiLeaks. Segir Samherji það styrkja málflutning fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær