fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Aron Leví ber Baldvin þungum sökum: „Frethólkurinn sem svaraði ekki óléttri kærustunni minni í fjóra mánuði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrjár konur búnar að sækja um stöðu útvarpsstjóra og líka frethólkurinn sem svaraði ekki óléttri kærustunni minni í fjóra mánuði um hvort hún fengi að halda áfram í vinnunni sinni eftir fæðingarorlof. Sem hún fékk btw ekki,“ segir í reiðilegu tísti Arons Leví Beck, sem er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og situr í ýmsum ráðum og nefndum á vegum borgarinnar, er til dæmis aðalmaður í velferðarráði og skipulags- og samgönguráði. Málið sem Aron Leví er að vísa til snertir unnustu hans, söngkonuna og dagskrárgerðarmanninn Karitas Hörpu Davísdóttur.

Karitas starfaði sem verktaki við dagskrárgerð hjá RÚV í fyrra. Hún fór síðan í fæðingarorlof og samkvæmt Aron Leví margbað hún um svör við því hvort hún ætti afturkvæmt til starfa. Yfirmaður hennar var Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla á RÚV. Baldvin hefur nú sótt um stöðu útvarpsstjóra. Aron Leví segir enn fremur:

„Jam, geggjað sniðugt að sækja um sem útvarpsstjóri ef þú ræður ekki við það einfalda verkefni að svara tölvupóstum frá starfsfólki. Þá held ég að hann sé að skjóta aðeins of hátt greyið.“

Eins og flestir vita hafa verktakar ekki sambærileg réttindi og fastráðnir starfsmenn og Karitas var því komin upp á náð og miskunn yfirmanns síns um áframhaldandi starf eftir fæðingarorlofið.

Í viðtali við Vísir.is  í gær fjallar Karitas um málið og segir:

„Þar sem ég var verktaki hafði verið ákveðið að gera samning, þegar ég sagði frá þunguninni, til 1. maí þar sem ég var sett þann ellefta. Það var alltaf talað þannig að nýr samningur yrði svo gerður eftir orlof en svo var síðan ákveðið ekki og mér leið bara ömurlega. Ég hóf orlof og lagði sem sagt upp með að byrja vinnu að einhverju leyti eftir þrjá mánuði í orlofi. Mér hafði gengið erfiðlega að fá nákvæma dagsetningu en ekkert sem benti samt til þess að það væri ekki á plani. Síðan leið tíminn og mér gefið óljós svör í fjóra mánuði sem mér þótti sennilega sárast.“

Baldvin: „Kannski hefði ég átt að bregðast fyrr við“

DV hafði samband við Baldvin Þór vegna málsins: „Þetta snýst fyrst og fremst um það að þarna er ég að reyna að finna eitthvað fyrir hana að gera. Ég get ekki alveg tekið undir þessa lýsingu en það er alveg rétt að hún fékk ekki nei frá mér strax og kannski hefði ég átt að bregðast fyrr við og segja nei því miður þá sé ég ekki fram á að það verði einhver verkefni. Svörin voru bara á þá leið að ég væri að reyna að finna einhvern flöt á þessu. Þetta snýst bara um það að hún fékk ekki ákveðið já eða nei,“ segir Baldvin og ber þeim Aron Leví ekki alveg sama um það að hann hafi ekki svarað neinum tölvupóstum.

Málið vekur upp spurningar um verktakafyrirkomulag hjá fjölmiðlum og réttindaleysi verktaka. Baldvin segir að RÚV vinni markvisst að því að færa verkefni úr verktöku yfir í föst störf. „Ég er búinn að vera í því verkefni núna í heilt ár að færa verkefni frá verktöku yfir á fasta starfsmenn og það mun alveg sjást þess merki á nýju ári.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn