fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Á höfuðborgarsvæðinu virðist veðrið hafa gert mestan óskunda á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á höfuðborgarsvæðinu hafa flestar hjálparbeiðnir vegna óveðursins líklega borist frá Seltjarnarnesi og Vesturbænum. Er það í samræmi við spár veðurfræðinga um hvar veðrið yrði verst á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að skólahald á svæðinu ætti að ganga eðlilega fyrir sig á morgun.

Annars virðist í heildina fremur lítið tjón hafa hlotist af óveðrinu og þakkar lögreglan það ekki síst því að íbúar virðast hafa hugað vel að lausamunum.

Tilkynningin er svohljóðandi:

Veðrið hefur náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu og mun það ganga niður hægt og rólega það sem eftir lifir kvölds og í nótt, en í fyrramálið ættu allir í umdæminu að geta farið aftur í skóla og til vinnu eins og ekkert hafi í skorist þótt áfram verði norðanátt og hiti um frostmark.

Það hefur annars verið í mörg horn að líta hjá lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum í allan dag, en útköllin það sem af er eru í kringum fimmtíu. Kallað hefur verið eftir aðstoð víða á höfuðborgarsvæðinu, en flestar hjálparbeiðnir þó líklega borist úr vesturhluta borgarinnar og frá Seltjarnarnesi. Miðað við veðrið hefði mátti búast við fleiri hjálparbeiðnum, en fólk brást vel við öllum tilmælum viðbragðsaðila og því varð álagið minna en ella og fyrir það viljum við þakka. Þegar leið á daginn var sáralítil umferð og mjög fáir á ferli. Greinilegt er að hugað var vel að lausamunum, ekki síst á byggingarsvæðum.

Við verðum að sjálfsögðu áfram á vaktinni, en vonum að þið hafið átt ánægjulegan dag þrátt fyrir veðrið. Við sendum líka góðar kveðjur til viðbragðsaðila og íbúa út um allt land og vonum að veðrið í öðrum landshlutum fari líka að skána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“