fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Skítadagar í vinnunni hjá lögreglunni á Arlanda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 20:30

Arlanda flugvöllurinn í Stokkhólmi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag og föstudag urðu lögreglumenn á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi fyrir óvenjulegum og sóðalegum árásum. Einhver eða einhverjir höfðu gert sér lítið fyrir og makað saur á ýmsa hluti í aðstöðu lögreglunnar.

Fyrsta tilfellið uppgötvaðist á fimmtudaginn þegar lögreglumaður tók eftir slæmri lykt í vegabréfsskoðunaraðstöðunni. Við nánari skoðun sá hann að búið var að maka saur á ýmsa staði, þar á meðal á stól.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Á föstudaginn mætti hræðileg lykt lögreglumönnum þegar þeir gengu inn í matsal sinn í flugstöðinni. Þar var meðal annars búið að maka saur á sófa.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn þessa skítamáls sem flokkast sem eignaspjöll. Það eru aðeins lögreglumenn og hreingerningarfólk sem hefur aðgang að rýmunum þar sem saur hefur verið makað. Ekki er myndavélakerfi á öllum stöðunum en starfsfólk þarf að nota aðgangskort til að komast inn og nú er verið að fara yfir hverjir fóru inn í rýmin á umræddum dögum.

Sófinn var fjarlægður úr matsalum og sýni tekin til DNA-rannsóknar en grunur leikur á að um mannasaur sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja