fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Sárhneyksluð á nöktum karlmanni í karlaklefa sundlaugarinnar – „Hefðu getað gengið beint á liminn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 06:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrif sárhneykslaðrar móður á breska foreldravefinn Mumsnet hafa vakið mikla athygli og hrundið heitum umræðum af stað um sundlaugar. Konan, sem er með notendanafnið pinkboa, skrifaði færslu þar sem hún lýsti ferð í hverfissundlaugina með son sinn sem sótti sundkennslu þar. Hún átti erfitt með að vera við sjálfa sundlaugina þar sem lyktin þar gerði að verkum að hún átti erfitt með andardrátt. Hún fór því inn í búningsklefa, sem hún skýrði síðan frá í viðbót við færsluna, að hafi verið búningsklefi karla.

Þar inni varð hún fyrir reynslu sem virðist hafa fengið mikið á hana. Eins og hún lýsir því þá stóð maður þar á nærbuxunum einum saman og var að gera tvær dætur sínar klárar fyrir sundnámskeið.

„Faðirinn ákvað síðan að skipta um föt . . . . hann fór úr buxunum og stóð allsnakinn fyrir framan dætur sínar. Hann stóð við dyrnar þannig að ef annað foreldri hefði komið inn hefðu börn þess gengið beint á lim hans“ Þetta varði í rúmlega eina mínútu því hann var einnig að þurrka sér.“

Skrifaði hin hneykslaða móðir og bætti grænni ælutjámynd (emoji) við. En hún var ekki alveg hætt því hún bætti við, einnig með ælutjámynd með, að afturendi mannsins „hafi verið loðinn og ekki sérstaklega aðlaðandi“. Hún spurði síðan aðra notendur Mumsnet hvort hún væri ein um að finnast það undarlegt að fullorðinn klæði sig úr öllu í búningsklefa áður en börn fara í sundkennslu.

Viðbrögð notenda hafa verið á ýmsa vegu.

„Þú varst í búningsklefa og er brugðið við að þar er nakið fólk? Ég skil þetta ekki alveg.“

„Svo þú komst í uppnám af því að þú sást getnaðarlim karlmanns í búningsklefa karlmanna?“

Eru meðal athugasemda sem voru skrifaðar. Aðrir bentu á að það sem væri skrýtið í þessu máli væri að konan hefði farið inn í búningsklefa karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi