fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Skelfilegar fréttir um ástand heimshafanna – Súrefnismagn fer minnkandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 07:59

Plastmengun er orðin mikil í höfunum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar og mengun valda því að lífsskilyrðin í hafinu fara versnandi og valda sérstaklega stærri fiskategundum vanda. Núna eru 700 hafsvæði þar sem súrefnismagnið er mjög lágt en það eru slæmar fréttir fyrir tegundir á borð við túnfisk, hákarla og sverðfiska.

BBC skýrir frá þessu og byggir á nýrri umfangsmikilli skýrslu frá World Conservation Union (IUCN) sem eru óháð alþjóðleg samtök sem hafa að markmiði að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Í skýrslunni kemur fram að á sjöunda áratugnum hafi um 45 hafsvæði glímt við lítið súrefnismagn en nú hafi ástandið versnað enn frekar.

Vísindamenn hafa lengi vitað að mengun, sérstaklega vatn sem inniheldur köfnunarefni og fosfór, á þátt í að minnka súrefnismagnið í höfunum. Samhliða hækkandi meðalhita hitna höfin og þar með dregur úr getu þeirra til að innihalda súrefni.

Í skýrslunni kemur fram að heimshöfin muni að meðaltali missa þrjú til fjögur prósent af súrefni sínu fram að næstu aldamótum miðað við óbreytta framvindu mála. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir tegundir sem lifa á 0 til 1.000 metra dýpi en þar er mesti fjölbreytileiki lífs í höfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða