fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Steinunn Inga Óttarsdóttir skipuð skólameistari FVA

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2019 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt hefur verið að Steinunn Inga Óttarsdóttir verði skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Settur mennta- og menningarmálaráðherra í því máli, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað Steinunni í embættið, til fimm ára, frá og með 1. janúar 2020. Fjórar umsóknir bárust um embættið.

Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins.

Steinunn Inga er starfandi framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara og var áður áfangastjóri bóknáms við Menntaskólann í Kópavogi. Hún er MA í hagnýtri menningarmiðlun (2019), diplóma í vettvangsnámi í stjórnun framhaldsskóla (2012), diplóma í mannauðsstjórnun (2008), MA í íslenskum bókmenntum (1996), M.Paed í íslensku (1994) og lauk kennaraprófi B.Ed. árið 1991.

Miklar deilur hafa staðið um fráfarandi skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttir. Flestir kennarar hjá skólanum rituðu undir vantraustsyfirlýsingu á hana og hvöttu til þess að hún yrði ekki endurráðin. Ágústa fór í mál við ríkið vegna ákvörðunarinnar um að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. Tapaði hún því máli. Sjá nánar fyrri frétt DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann