fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Samherji tortryggir gagnaleka Jóhannesar – Segja tölvupóstana handvalda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 12:19

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji bendir í í nýrri fréttatilkynnngu að uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hafi aðeins afhent Wikileaks 42% af tölvupóstum sínum frá árunum 2014 og 2016. Hann virðist síðan ekki hafa afhent neina pósta frá árinu 2015. Samherji segir þetta ósamræmi tortryggilegt og spyr hvort ósamræmi sé á milli gagnanna sem voru afhent og þeirra sem haldið var eftir. Þá segir í tilkynningunni:

„Sú aðferð sem hér hefur verið beitt, að handvelja tölvupósta, hlýtur að vekja upp fleiri spurningar en hún svarar. Hvert var efni þeirra pósta sem ekki voru birtir? Hvers vegna voru þau tímabil sem um ræðir valin en ekki allt tímabilið? Er ósamræmi í þeim gögnum sem var sleppt og þeim sem hingað til hefur verið fjallað um?

Sú staðreynd að 58% af tölvupóstunum voru aldrei birt hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem telja að frásögn Jóhannesar Stefánssonar sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þeir fjölmiðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyrir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frásögn heimildarmannsins en ekki heildarmyndina.“

Samherji birtir síðan meðfylgjandi graf yfir tölvupóstsendingarnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi