fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Húðflúrsstofa býður upp á að hylja yfir rasísk og klíkutengd húðflúr frítt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á húðflúrsstofunni Southside Tattoo í Baltimore, Maryland, getur fólk látið hylja rasísk og klíkutengd húðflúr. Dave Cutlip eigandi stofunnar gerir „cover up“ yfir húðflúrin án endurgjalds.

„Þetta byrjaði þegar einhver kom inn og bað mig um að fjarlægja klíkuhúðflúr af andlitinu hans. Ég gat séð að hann fann til. En að vera alveg hreinskilinn þá gat ég ekki hjálpað honum,“

sagði Dave við GOOD. Eftir að hafa átt langar samræður við manninn þá hreyfði saga hans við Dave. Maðurinn fór frá því að vera klíkumeðlimur í fangelsi yfir í að verða „afkastamikill meðlimur samfélagsins“ með vinnu, eiginkonu og börn. Eiginkona Dave tók hann þá til hliðar og sagði við hann að hann gæti hjálpað fólki.

Það var þá þegar þau ákváðu að setja inn færslu á GoFundMe þar sem þau báðu fólk um að gefa pening til styrktar „cover up“ á klíkutengdum og rasískum húðflúrum, þar sem margir hafa ekki efni á því sjálfir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og komu Dave á óvart. Hugmyndin hans fór um allt Internetið og nú hefur Dave þegar hjálpað fullt af fólki. Hann vonast til þess að opna fleiri stofur um heiminn.

„Fjölmiðlar hafa spurt mig hvað er eftirminnilegasta fjarlægingin sem ég hef unnið að. Ef ég á að vera hreinskilinn þá eru þau öll eftirminnileg. Allt þetta fólk, ég trúi ekki að þau voru rasistar til að byrja með. Ég trúi því að þau þurftu að lifa af á staðnum sem þau voru á á þessum tíma í þeirra lífi.“

Sjáðu nokkur cover up sem Dave hefur gert hér fyrir neðan.

#1

 

#2

 

#3

 

#4

 

#5

 

#6

 

#7

 

#8

 

#9

 

#10

Sjáðu meira af því sem Dave gerir í myndbandinu hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.