fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Rússar hafa flutt háþróaða skriðdreka að norsku landamærunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. desember 2019 22:00

Skriðdrekar við norsku landamærin. Mynd:Nordflåtens pressetjeneste

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn hefur flutt 26 háþróaða skriðdreka að landamærum Rússlands, Noregs og Finnlands. Þetta hefur orðið til þess að Norðmenn eru nú að endurmeta varnir landsins á þessu strjálbýla landsvæði nyrst í landinu.

TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að skriðdrekarnir séu af gerðinni T-80BVM en þeir eru að sögn rússneska hersins sérhannaðir fyrir aðstæður á norðurslóðum. Vél þeirra á að geta farið í gang í 40 stiga frosti og hámarkshraði þeirra er 70 km/klst. Fallbyssur þeirra draga þrjá kílómetra. Skotfærin eru með úrankjarna sem gerir kúlunum kleift að fara í gegnum brynvörn á tveggja kílómetra færi segir Military Today.

TV2 hefur eftir Per Espen Strande, talsmanni norska hersins, að þessi vígbúnaðaraukning Rússa á svæðinu sýni hversu mikla þörf norski herinn hefur fyrir nýja skriðdreka hið fyrsta. Nútíma skriðdrekar séu afgerandi hluti fyrir hvern þann her sem vill láta taka sig alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá