fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Brynjar segir allar helstu afhjúpanir RÚV hafi reynst bull

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. nóvember 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að allar helstu afhjúpanir RÚV undanfarin ár hafi verið þvæla og á sandi byggð. Þetta fullyrðir hann á Facebook. „Vinir mínir á fréttastofu RUV hafa verið iðnir við það seinustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot í íslensku samfélagi, sem engum var kunnugt um fyrir. Minnisstæðustu lögbrotin eru vopnaflug Atlanta til Saudi Arabíu, mansalið á kínverskum veitingastað á Akureyri og svo gjaldeyrisbrot Samherja að ógleymdum skattalagabrotum ráðamanna tengdum Vafningi og Wintris. Að vísu hefur fréttastofa RUV ekki verið farsæll uppljóstrari og reyndust þessi mál á sandi byggð. Bundnar eru þó talsverðar vonir við að nýjustu uppljóstranir um skattalagabrot, peningaþvætti og mútur eigi einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Brynjar

Hann bætir svo við þetta að RÚV hafi sjálft brotið reglur en þá sé ekki kallað eftir ábyrgð neins. „En merkilegt er, með alla þessa öflugu uppljóstrara á fréttastofunni, að það skyldi fara framhjá þeim öllum að í langan tíma hafi RUV brotið gegn samkeppnis- og ríkisstyrkjareglum með tilheyrandi tjóni fyrir aðra. Og þegar upp kemst er ekki kallað eftir ábyrgð eins né neins. Heyrist hvorki hósti né stuna frá Samfylkingunni og Pírötum, sem alla jafna krefjast ábyrgðar og afsagna þegar ekki er farið að lögum. Það verður seint sagt að sumir stjórnmálamenn séu samkvæmir sjálfum sér. Kannski er skýringin sú að margir halda að RUV sé frá Guði komið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“