fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Vegan-jólaverurnar: Ljúfur, E-efnagægir og Vökvareykir

Egill Helgason
Föstudaginn 22. nóvember 2019 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegan-nöfn á jólasveina er það sem á ensku kallast comedy gold. Óendanleg uppspretta fyndni og kátínu. Væri maður með uppistand gæti meður gert út á þetta. (Ari Eldjárn!) Það er þó ekki víst að allir skynji það þannig. Vegan-jólasveinarnir heita reyndar ekki jólasveinar, heldur eru þeir kallaðir jólaverur. Og það er passað upp á að gæta að kynjahlutföllum.

Nöfn vegan-jólaveranna eru eftirtalin: Lambafrelsir, Hænuhvísla, Ljúfur, Þarasmetta, Hafraþamba, Berjatína, Tófúpressir, Hummusgerður, Vökvareykir, E-efnagægir, Raknarefur, Plöntuklókur og Smjörlíkir.

Nú veit ég ekki hvort þetta hefur náð inn á heimili landsins, en þessum nöfnum fylgja stælingar á jólasveinakvæðum Jóhannesar úr Kötlum – verður að segjast eins og er, einstaklega illa ortar.

En sum nöfnin eru athyglisverðari en önnur. Það er til dæmis Ljúfur. Þetta virðist koma í staðinn fyrir Stúfur. Er það vegna þess að nafnið Stúfur getur verið þungbært, það er þá skírskotun til þess hvað hann er smár – og telst vera það sem kallast sizeism á ensku.

Svo er það Vökvareykir. Það er væntanlega veipandi jólavera – ekki kemur hún í staðinn fyrir jólasveina sem reykja, ekki hafa verið neinar spurnir af því, en hins vegar eru jólasveinar sem eru sólgnir í reykt kjöt. En er kannski verðið að hvetja börn til veips?

E-efnagægir er líka athyglisverður. Hann les væntanlega utan á matvæli, kynnir sér efnainnihald þeirra, og kemur í veg fyrir að þau láti ofan í sig óþverra. Hummusgerður gæti verið svarið við Skyrgámi – því auðvitað er skyr ekki vegan.

Bulsukrækir er hins vegar ekki á listanum – en bulsa er svar veganfólks við pulsu.

Sums staðar sér maður að framganga veganista vekur reiði. Hreinsun þeirra á jólasveinunum er jafnvel líkt við hið margumrædda bann við kirkjuferðum barna á jólunum. Það er þá væntanlega af sama meiði. Á einum stað sá ég spurt hvort þetta væri að verða eins og í Saudi-Arabíu hjá okkur ? Það er fólk í athugasemdakerfum sem hefur miklar áhyggjur af þessu, sbr:

Hvaða fokking bull er þetta???
Er þetta veganlið algjörlega ónýtt í hausnum? Fær ekkert að vera í friði fyrir þeim lengur, þarf endalaust að setja út á allt? Ég er virkilega farinn að hafa áhyggjur af þessu veganiði, var ekki að skipta mér af þeim en nú er komið nóg, orðin ansi uppáþrengjandi og frekjan að drepa þetta lið. Er ekki að sjá okkur kjötætur vera að troða okkar skoðunum endalaust upp á þetta lið en þau virðast finna mikla þörf fyrir að troða sínum skoðunum upp á okkur?

Svo má spyrja hvort einhver hafi tillögur að betri vegan-nöfnun á jólasveina/jólaverur en hér að ofan?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk