fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Siðfræðingur um Kristján Þór: „Ekkert annað að gera en að fjarlægja sig frá þessu hlutverki”

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðfræðingurinn Henry Alexander Henrysson sagði í Kastljósi í gær að þar sem trúverðuleiki Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútegsráðherra, hefði beðið hnekki í Samherjamálinu, þyrfti hann að stíga frá til að efla traust:

„Mér finnst sjávarútvegsráðherra ekki hafa náð að svara þeim spurningum sem beint hefur verið til hans nú í umræðunni. Hefur trúverðugleiki hans borið hnekki? Ég held að ef hann svarar því heiðarlega þá muni hann segja já, hann hefur beðið hnekki. Þá er ekkert annað að gera en að fjarlægja sig frá þessu hlutverki. Það er ekkert annað í stöðunni. Þegar maður sýnir svona skilning á hlutverki sínu þá er það það sem eflir traust, ekki það hvort að regluverk sé til staðar eða að við séum búin að bæta regluverk.“

Eru ekki hefðbundnir launþegar

Henry nefndi áhyggjur sínar af djúpstæðu skilningsleysi kjörinna fulltrúa á stöðu sinni og sagði þá ekki eins og aðra launþega, en Klausturmálið var einnig rætt í Kastljósinu:

„Og þá verðum við að skilja og kjörnir fulltrúar verða að skilja að þeir eru ekki eins og launþegar. Þetta er ákveðið trúnaðarsamband milli kjósenda og kjörinna fulltrúa. Það gildir ekki það sama, ýmis réttindi sem þú getur ímyndað þér að launþegi hafi. Það þýðir ekki vörn þar sem þú tönnlast á þessu.“

sagði Henry og taldi að Klausturþingmennirnir hefðu átt að segja af sér einnig, þar sem þeir hefðu glatað traustinu:

„Það eina sem var í málinu er að þeir hefðu þurft að fá tækifæri, leggjast yfir úrskurðinn, skilja hann, gera það eina rétta þegar þú hefur glatað trúverðugleika þínum.“ / „Að segja af sér.“

Í samvinnu við Árna

Kristján virðist þó ekki á þeim buxum að stíga frá, eða til hliðar frá embætti sínu. Hann hyggst þvert á móti fara sjálfur fyrir spillingarrannsókn er varðar mútur, peningaþvætti og viðskiptahætti útgerða í þróunarlöndum. Gerir hann það í samstarfi við Matvæla – og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna(FAO), en svo skemmtilega vill til að Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, er aðstoðarframkvæmdarstjóri þar á bæ.

Sjá nánar: Kristján Þór fer fyrir spillingarrannsókn gegn mútum og peningaþvætti í kjölfar Samherjamálsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd