fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Namibíumönnum gróflega misboðið – „Íslendingar borða fyrir ránsfenginn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Meðan Namibíumenn hafa þurft að þola þurrka, hungur og fátækt um árabil, þá hefur Samherji fætt þúsundir Íslendinga ókeypis á árlegri fiskihátíð fyrir ránsfengin frá Namibíu.“ Svo hljóðar upphaf fréttar sem birtist í namibíska blaðinu Namibian Sun.

Fréttin er á forsíðu blaðsins, sem hefur verið leiðandi í umfjöllun um Samherjamálið í Namibíu. Ljóst er að mönnum þar í landi er stórlega misboðið vegna Fiskidagsins mikla sem haldinn er á Dalvík árlega. Í fyrra mættu allt um 30 þúsund gestir á hátíðina.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson vekur athygli á þessu á Facebook og þýðir hluta fréttarinnar. „Dagblað í Namibíu: „Þúsundir skemmta sér með illa fengnu fé: Íslendingum gefið að éta með mútuþýfi. Myndatextar: Matur og gleði: Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur annan laugardag í ágúst á Dalvík, Íslandi. Svengd: Svangir íbúar Namibíu, sem glíma við þurrk, eru taldir vera meira en 700.000.“ Við megum og eigum að skammast okkar.“

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10218564793370002&set=a.1068938962649&type=3&theater

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES