fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Innstungan virkaði ekki: Dálítið óvænt kom í ljós þegar rafvirki kíkti á vandamálið

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfðum reynt að setja hluti þarna í samband en án árangurs,“ segir Darren Steels, 45 ára Breti, sem gerði skemmtilega uppgötvun á heimili sínu fyrir skemmstu.

Þannig er mál með vexti að á besta stað í húsinu er innstunga á veggnum. Innstungan liggur við stigann og því hentugt að skella til dæmis ryksugunni í samband þegar farið er yfir stigann. En gallinn á gjöf Njarðar var bara sá að innstungan virkaði ekki.

Darren hafði búið í húsinu í tvö ár þegar hann fékk rafvirkja til að kíkja á vandamálið. Rafvirkinn rak upp stór augu þegar hann opnaði innstunguna því þá kom í ljós að um var að ræða einskonar leynihólf – sennilega til að geyma lítil verðmæti eins og skartgripi. Það dettur jú eflaust fáum innbrotsþjófum í hug að leita á stöðum sem þessum.

Darren birti myndband af þessu á samfélagsmiðlum og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla athygli. 60 þúsund manns hafa þegar horft á það og segja margir að um skemmtilega uppgötvun sé að ræða. „Það er ein innstunga heima hjá mér sem virkar ekki. Ég veit hvað ég ætla að gera þegar ég kem heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk