fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Gleðigjafinn Monsa byrjuð að vinna í Sóltúni: Annast fólk sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2017 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum bættist nýr meðlimur við í öflugan starfshóp hjúkrunarheimilisins Sóltúns í Reykjavík. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að umræddur starfsmaður heitir Monsa, er titlaður sem gleðigjafi og er af hundakyni. Segja má að Monsa hafi fylgt með í kaupunum þegar eigandi hennar, Stefanía Svavarsdóttir, hóf störf hjá Sóltúni fyrir nokkru.

„Ég var í vandræðum með pössun fyrir Monsu þegar ég byrjaði að vinna í Sóltúni og bað um leyfi að fá að taka hana með í vinnuna. Það reyndist auðsótt,“ segir Stefanía í samtali við DV.

Óhætt er að fullyrða að Monsa hafi frá fyrsta degi brætt hjörtu allra þeirra sem tengjast Sóltúni, starfsfólki og íbúa. Í starfi sínu annast Stefanía aðallega fólk sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn og Monsa hefur sérstaklega góð áhrif á slíka einstaklinga.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað svona lítið dýr getur gert mikið fyrir fólk. Sumir sem hér dvelja eru einangraðir og hafa lítið við að vera. Um leið og ég set Monsu í kjöltu slíkra einstaklinga þá lifnar yfir þeim,“ segir Stefanía.

Að hennar mati ættu fleiri hjúkrunarheimili að rýmka reglur sínar varðandi dýr innan dyra. „Ávinningurinn er ólýsanlegur. Sóltún er fyrst og fremst heimili en ekki sjúkrastofnun. Monsa hjálpar til við að auka þá upplifun,“ segir Stefanía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður