fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Svein Harald ómyrkur í máli: „Það er eitthvað undarlegt í gangi á Íslandi og kominn tími til að hreinsa upp“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað undarlegt í gangi á Íslandi og kominn tími til að hreinsa upp,“ segir Norðmaðurinn Svein Harald Øygard sem var Seðlabankastjóri Íslands í nokkra mánuði skömmu eftir hrun. Svein segir að uppgötvanir um stórfelld undanskot Íslendinga á fé í skattaskjól hefðu átt að vekja fólk upp. Samherjamálið kalli síðan á ítarlega rannsókn og uppgjör.

Svein segir að honum þyki vænt um Ísland en það hvernig fólk tali hér um skattaskjól og ýmsa fjármagnsgerninga sé eitthvað sem hann hafi aldrei heyrt í Noregi. Hrunið, skattaskjólin og vera Íslands á gráum lista FATF hópsins gegn peningaþvætti spilli orðspori Íslands sem duglegrar og heiðarlegrar þjóðar. Þetta geti líka heft aðgang íslenskra fjárfesta að fjármagni. Þess vegna sé svo mikilvægt að Íslendingar hreinsi til og geri þessi mál rækilega upp.

Þetta kom fram í viðtali Øygard í Silfrinu í dag.

Norski bankinn DNB hefur dregist inn í Samherjamálið vegna flutnings bankans á fjármagni fyrir Samherja til Kýpur. Segist Øygard sannfærður um að þau mál verði rannsökuð vandlega í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson