fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Bestu háskólar heims slást um níu ára dreng – Vilja að hann taki doktorsgráðu hjá þeim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 19:00

Laurent Simmons. Mynd:Simmons fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bestu háskólar heims berjast nú um níu ára belgískan dreng sem þeir vilja gjarnan fá til sín til að ljúka doktorsgráðu. Laurent Simons lýkur í desember námi í rafeindatækni í háskólanum í Eindhovern. Það er erfitt og krefjandi nám fyrir flesta en árangur Laurent er einstakur því hann er aðeins níu ára.

CNN skýrir frá þessu. Haft er eftir yfirmanni rafeindatæknisviðsins við háskólann að Laurent sé einstakur. Aldrei fyrr hafi háskólinn haft nema sem er svo fljótur að læra, hann sé ofurgreindur.

Bestu háskólar heims hafa tekið eftir Laurent og hafa sett sig í samband við foreldra hans til að reyna að fá hann til sín til frekara náms, þar á meðal í doktorsnám. En foreldrar hans taka þessu öllu með ró og hafa ekki enn tekið neina ákvörðun.

„Það er ekkert vandamál fyrir Laurent að afla sér nýrrar þekkingar. Við munum beina sjónum okkar að rannsóknum og hvernig er hægt að nýta nýja þekkingu til að gera nýjar uppgötvanir.“

Hefur CNN eftir föður hans, Alesander Simons, sem lagði einnig áherslu á að Laurent eigi einnig að hafa tíma og rými til að gera það sama og önnur níu ára börn, til dæmis leika við fjölskylduhundinn og spila tölvuleiki.

Laurent hefur nú þegar ákveðið hvað hann vill taka sér fyrir hendur í framtíðinni því hann vill þróa gervilíffæri. En til að það geti ræst þarf hann að ljúka prófunum í desember og síðan fer hann í verðskuldað frí í Japan.

Móðir hans, Lydia, segist ekki hafa neina skýringu á af hverju Laurent er svona afburðagreindur en nefnir að hún hafi borðað mikið af fiski á meðgöngunni og svo skemmi það kannski ekki fyrir að foreldrarnir eru læknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri